Ég fæ oft komment á tattooin mín og fólk er að spurja mig um pælingarnar sem ég hafði á bakvið þau og hvað þau þýða, hvort ég muni sjá eftir þeim og fl.
Sum húðflúrin hafa mikla þýðingu fyrir mig og önnur fékk ég mér bara afþví að mér fannst þau einfaldlega falleg eða bæði en það er smá saga á bakvið þau öll.
Hér eru útskýringar fyrir þá sem hafa áhuga ég byrja efst til vinstri.
Nr1. Afmælisdagur ömmu minnar Eddu á rómversku, þetta flúr fékk ég mér árið sem amma varð 90 ára til heiðurs henni, Þetta flúr var gert í Danmörku á stofu sem ég geti ekki sagt að ég mæli með, það greri mjög illa og var líka skakt en síðan hef ég látið fara í það og laga og er sátt í dag.
Nr2. Fjöðrin er cover up tattoo yfir textan create sem ég fékk mér á sama tíma og Love nema á hinn fótin, sem ég fékk notabene á sömu stofu og rómversku tölunar fyrir ofann eg var ekki sátt við textan og hafði alltaf langað í fjöður til að minna mig að stíga létt til jarðar og taka ekki hlutunum of alvarlega. Dagur á Bleksmiðjunni flúraði.
Nr3. Ekki góð mynd en þetta er 2 bleikar realistic rósir sem ég fékk mér í Camden Town í London þegar ég bjó þar í nokkra mánuði til minningar um skemmtilegan tíma og London sem á alltaf part af hjartanu mínu síðann þá. Sé pínu eftir að hafa ekki fengið mér fleyri flúr úti svo mikið að klárum artistum þar útum allt.
Nr4. Tailor/Create flúrið mitt uppfært frá textanum yfir í mynd á innanverðum framhandleggnum mínum, þetta tattoo ætlaði ég mér alltaf að fá og þeir sem þekkja mig vita afhverju. Ég fékk góða hjálp frá Sindra á Íslenzku! Ég á síðan pantaðan tíma í mai til að klára og setja blóm og fleira í kring.
Nr5. Hef frá því að ég man eftir mér elskað vatnsliti og fynnst alltaf svo falleg málverk í þeim stíl ég hef líka alltaf verið hrifinn af uglum og tákna þær visku og minna mig á að læra allt lífið. Uglan heldur á lykli sem táknar visku, Donna Tinta flúraði á Íslenzku í sept 2014 þegar hún var á landinu sem gestaflúrari.
Nr 6. Mjög einfalt Love á vinstri fæti. Mér fannst þetta falleg hönnun á texta og það merkir fyrir mig að ég vil alltaf lifa með ást og gefa ást.
Nr 7. Er með eitt annað sem ég á því miður ekki mynd af en það er fyrsta flúrið mitt, texti með nafninu á mömmu minni sem lést þegar ég var ung. Það stendur Ágústa á rifbeinunum vinstrameginn hjá hjartanu, ég fékk mér það á Reykjavík Ink þegar ég var tvítug.
Get ekki sagt að ég sjái eftir þessum tattooum á neinn hátt þar sem að mér fynnst þau vera 100% hluti af mér og verða það alltaf, veit ekki hvort eg muni fá mér mörg í viðbót eða ekki það kemur bara í ljós :)
- Emilia