fimmtudagur, 16. apríl 2015

New in

Er búin að leyfa mér slatta af fatakaupum undanfarið mest í þessum mánuði en hey það er loksins frekar næs að geta eytt peningunum í annað en eitthvað í tengslum við íbúðina þar sem við erum núna búinn að koma okkur ansi vel fyrir.
Þessar flíkur valdi ég með það í huga að geta notað þær á margan hátt allt árið og í allskonar loftslagi á yndislega Íslandinu okkar. 
 Þetta eru semsagt kaup mánaðarins sona þegar ég er búin að afsaka þau nóg. 

Þessi peysa var sko sannarlega góð kaup. Ég held að á þeim 2 vikum sem ég hef átt hana hef ég verið í henni bókstaflega á hverjum degi. Fékk mér hana samt í öðrum lit en á myndinni mín er meira útí hvítan og gráan.

Grænn síður jakki úr Zöru - alltaf langað í hinn fullkomna græna jakka og farið í gegnum nokkra í allskonar tónum og sniðum en aldrey fundið þann rétta. Hafði hugsað mér að vera í honum í vor í þunnri peysu undir og með trefill yfir þangað til að það fer að hitna aðeins meira og get notað hann yfir létta boli og kjóla í sumar.

Fann þennan bol niðrí Vero Moda og er ekki frá því að ég sé búin að vera jafnmikið í honum og Zöru peysunni fyrir utan nokkra þvotta. Fullkomið snið, það var líka til ljós grár held ég þurfi barasta að gá hvort að hann sé ennþá til. Kostaði eitthvað um 3000 kallinn.

Bloggaði um daginn um skó sem mig langaði í og endaði síðan á að kaupa þessa í GS skóm, frá merkinu Pavement. Á einning fallega sandala frá þessu merki frá seinasta sumri, gæti vel verið að ég sé bara komin með nýtt uppáhalds skómerki. Sorry Vagabond!

Buxur frá Selected Femme, keypti mér þær ljósbláar fyrr á árinu og varð ástfanginn og fékk mér þær í washed out svörtum tón. Heita Selected Cotton Jeggings. Á bókað eftir að bæta nokkrum við í náinni framtíð.



-Emilia

Engin ummæli:

Skrifa ummæli