sunnudagur, 8. mars 2015

I´m back!

Jæja hef ákveðið að byrja aftur að blogga efir ca 1 og hálfsárs pásu, bæði vegna þess að það eru margir búnir að spurja mig hvort ég ætli að byrja aftur og hvetja mig áfram og mér fynnst ég vera akkúrat á góðum stað og tilbúin í mínu lífi til þess að blogga og deila af mér hlutum og hugmyndum af því sem ég hef mikinn áhuga á.

Ég er mikið í búðum (kemur á óvart) en fynnst líka rosalega gamann að róta og leita í second hand mörkuðum bæði fyrir föt og heimilið þar sem við kærastinn festum kaup á okkar fyrstu íbúð rétt fyrir jólin og þegar það er margt sem þarf að kaupa fyrir nýja íbúð er kostnaðurinn fljótur að safnast upp og þá þarf maður að reyna að vera soldið sniðugur og hefur bland.is, nokkrar grúbbur á facebook, Góði hirðirinn ásamt fleyri nytjamörkuðum verið mjög góðir vinir mínir.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá heimilinu mínu sem á reyndar enn langt í land en fer að fá á sig mynd smátt og smátt og hugmyndir hvernig er hægt að hafa smart heimili með smá útsjónarsemi.



Þetta er heitt í dag föndraði samann á 5 mín no joke einfalt að gera þetta þú þarft bara blómapott og band. 

https://www.pinterest.com/pin/140807925826242221/



Hér sést glitta í náttborð sem ég fann í Góða H í viðarlit en málaði hvít passaði aðeins betur inn þannig, gæran er þessi gervi úr ikea á smotterí, fjólubláa teppið fann ég inní Byko á 1200 kr (Byko kemur manni á óvart)


Dagatalið prentaði ég út og festi á spjald frá Sostrene G, stóllinn er gamall frá foreldrum mínum en ég málaði hann hvítann. 


Þessar myndir fyrir ofann hilluna eru soldið héðan og þaðann en rammann og miðjumyndina fann ég í Góða H en prentaði sjálf fiðrildið út. 


Afsakið lélegar síma myndir planið er að fá sér góða myndavél á næstu dögum. 

- Emilía



Engin ummæli:

Skrifa ummæli