Ég hef um nokkurt skeið tekið að mér að fara í gegnum fataskápa hjá konum á öllum aldri þar sem við flokkum í sameiningu þau föt sem eru notuð eða ekki og förum í gegnum stærðir, ástand, persónulegan stíl og fleyra.
Síðan hef ég fylgt þessu eftir með góðum lista yfir það sem þarf að kaupa og endurnýja og stundum einnig ef óskað er eftir farið með konunni í búðarferð þar sem ég er áður búin að undirbúa hvert er best af fara. þú þarft bara að máta, samþykkja og gleðjast yfir nýju fötunum þínum.

Fyrir og eftir mynd af ungri stelpu sem fékk nýtt dress, make up og hár líka.
Ekkert betra en fallegur og skipulagður fataskápur sama í hvaða stærð hann er!
Þessi var að byrja í menntaskóla. Hægri myndin er fyrir og hinar 2 þegar við fórum að versla
Ath kem einnig inní fyrirtæki með ráðgjafir og hef líka tekið að mér útstillingar í búðargluggum fyrir minni og stærri fyrirtæki og einnig fleyra, enda er fjölhæfni lykilatriði í þessum geira.
Ef að þú hefur áhuga er hægt að bóka og fá frekari upls á emiliat.90@gmail.com
- Bestu Kveðjur Emilía


